Við á Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna bjóðum ykkur velkomin í heimsókn. Safnið er í eigu sveitarfélaga við Húnaflóa og var stofnað fyrir fimmtíu árum síðan. Á safninu er margt einstakra muna sem geyma sögu og menningu byggðalagsins. Þar er fjöldi merkra báta og skipa og ber þar hæst hákarlaveiðiskipið Ófeig úr Ófeigsfirði á Ströndum. Einnig er inni á safninu baðstofa frá Syðsta-Hvammi við Hvammstanga auk fjölda fallegra og merkra muna sem tengjast lífinu til sjávar og sveita frá seinni hluta nítjándu til fyrri hluta tuttugustu aldar.
Tvær nýjar sýningar verða á safninu í sumar. Önnur tengist því að 400 ár eru liðin frá Spánarvígunum þegar allmargir baskneskir skipbrotsmenn sem hingað komu til hvalveiða voru drepnir af Íslendingum. Hin sýningin er í tilefni af 100 ára kosningaafmæli kvenna á árinu. Sýndir verða munir eftir konur og settir í samhengi við hugrenningar kvenna í gegnum tíðina. Velkomin á safn sem segir sögur!
Heimilisfang:
Reykjagata 6, by Reykjaskóli
500 Staður
+354 451-0040
Samfélagsmiðlar: