Byggðasöfn Norðurland

Byggðasafn Skagfirðinga

Gamli torf­bær­inn í Glaum­bæ er í húsa­safni Þjóð­minja­safns Ís­lands. Í honum er sýn­ing frá Byggða­safni Skag­firð­inga um mann­líf í torf­bæjum 1850-1950. Húsa­skipan þessa aldna stór­býlis og hvers­dags­­áhöld­in, sem sýnd eru í sínu eðli­lega um­hverfi, bera vitni um horfna tíð.

Í Ás­húsi, sem er timb­ur­hús frá 1883-1886, er sýn­ing um heim­ilis­hald á fyrri hluta 20. aldar. Þar er kaffi­stof­an Ás­kaffi sem býð­ur upp á veit­ing­ar að hætti skag­firskra hús­mæðra um miðja 20. öld.

Á safn­svæð­inu er einnig Gils­stof­an, sem er eftir­gerð húss frá 1849 með merka sögu. Þar er lítil safn­búð og upp­lýsinga­þjón­usta.

Varð­veislu- og rann­sókn­ar­að­set­ur safns­ins er á Sauðárkróki.

Heimilisfang:

Aðalgata 16B,
550 Sauðárkrókur
453-6173

Tölvupóstur
Vefsíða

Samfélagsmiðlar:

Facebook

You Recently Viewed ...

Steinshús

Norðurslóð

Snjáfjallasetur

norwegian house

Norska húsið

Eiríksstaðir í Haukadal