Á Suðurlandi eru margir stórbrotnir staðir, sem vert er að heimsækja. Náttúra landsins er ekki síður stórkostleg í klakaböndum og veturinn býður upp á ýmsa möguleika sem ekki eru fyrir hendi að sumarlagi. Það er óviðjafnanleg upplifun að setjast í snjóinn í kvöldkyrrðinni með kakó í brúsa, horfa upp í himininn og horfa á norðurljósin dansa.