Byggðasöfn Listasöfn / Gallerí Nátturugripasöfn Reykjanes Sérfræði- og atvinnuvegasöfn

Duus safnahús, menningar- og listamiðstöð

Duus Safnahús eru lista- og menningarmiðstöð Reykjanesbæjar og hýsa aðal sýningarsali

Fjölbreytt menningarstarf er rekið í þessum gömlu verslunar- og fiskvinnsluhúsum. Saga þeirra nær aftur á 19. öld en elsta húsið, Bryggjuhúsið, var reist árið 1877 af Duus-verslun. Byggingarsaga húsalengjunnar er því vel yfir aldarlöng. Byggt var við húsin eftir þörfum hverju sinni. Um miðja 20. öld  hætti verslunin rekstri og voru húsin þá notuð í tengslum við útgerð. Undir lok síðustu aldar keypti bærinn húsin fyrir safna- og menningarstarf. Nú hefur öll lengjan verið endurbyggð en því verki lauk árið 2014.

Duus Safnahús eru í hjarta gamla bæjarins. Fyrir framan þau má enn sjá leifar af Keflavíkurbænum og þar sem hringtorgið er staðsett var Stokkavörin, aðal lendingarstaður báta fram á 19. öld og eitthvað lengur. Til vinstri má sjá leifar af Dráttarbraut Keflavíkur og  smábátahöfnin í Gróf er í næsta nágrenni ásamt Skessunni í hellinum. Þægilegar gönguleiðir eru bæði út á Berg til vinstri og til hægri hefst göngubrautin, Strandleiðin, sem er 10 km stígur meðfram sjónum og nær inn að Vogastapa í Innri-Njarðvík. Meðfram leiðinni eru upplýsingaskilti um sögu og náttúrufar svæðisins.

Í húsinu eru 9 sýningarsalir af misjafnri stærð. Þar af eru tveir salir helgaðir sérstaklega Byggða- og Listasafni Reykjanesbæjar. Byggðasafnið er með grunnsýningu sína um sögu svæðisins á Miðlofti Bryggjuhúss. Þar svífur sagan frá tímum dönsku verslunarinnar yfir vötnum. Listasafnið stendur fyrir fjölbreyttu sýningahaldi í Listasalnum árið um kring og hefur salurinn hýst afar ólíka listsköpun bæði heimamanna og annarra.

Address:

Duusgata 2-8
230 Reykjanesbær
+354 420-3245

Heimasíða

duushus@reykjanesbaer.is

Social Media:

Facebook

Instagram

You Recently Viewed ...

Steinshús

Norðurslóð

Snjáfjallasetur

library of water

Vatnasafn

norwegian house

Norska húsið