Byggðasöfn Vesturland

Eiríksstaðir í Haukadal

Gamlar íslenskar arf­sagnir herma að Eiríkur rauði hafi búið að Eiríks­stöðum í Hauka­dal. Eirík­ur rauði nam fyrstur manna land á Græn­landi eftir að hafa verið gerður út­lægur frá Ís­landi og Leifur heppni, sonur hans, sem fædd­ist á Eiríks­stöðum, varð fyrstur Evrópu­manna til að kanna Nýja heiminn eða þau lönd er við í dag köllum Ameríku.

Við rannsóknir á rústum Eiríks­staða kom í ljós skáli frá 10. öld og eru rústir hans sýni­legar. Skammt frá rúst­un­um var reistur til­gátu­skáli þar sem stuðst var við rústirnar, rann­sóknir og fornt verk­lag. Eiríks­staðir eru lif­andi safn þar sem leið­sögu­menn klæddir að fornum sið fræða gesti um söguna, sýna fornt hand­verk og muni.

Þá eru sögu­skilti á svæðinu og stytta af Leifi heppna eftir Nínu Sæmundsson.

Góð að­staða er fyrir ferða­menn, snyrt­ing­ar og að­gengi fyrir fatlaða að rúst­inni. Minja­gripa og kaffi­sala í þjón­ustu­húsi á staðn­um.

Heimilisfang:

Eiríksstaðir
371 Búðardalur
661-0434

siggijok@simnet.is

Samfélagsmiðlar:

You Recently Viewed ...

Steinshús

Norðurslóð

Snjáfjallasetur

library of water

Vatnasafn

norwegian house

Norska húsið