Kirkjur Reykjavik

Hallgrímskirkja

Hall­gríms­kirkja er þjóðar­­helgi­­dómur, minn­ing­ar­­­kirkja um áhrifa­mesta sálma­skáld Ís­lend­inga, Hall­grím Péturs­son. Hall­gríms­söfn­uður til­heyrir hinni evangel­ísku-lúth­ersku þjóð­kirkju. Hall­gríms­kirkja er stærsta kirkja Ís­lands og stend­ur hátt. Turn­inn er 73 metra hár og þaðan er frábært út­sýni yfir borg­ina. Hall­gríms­kirkja er fjöl­sótt­asti ferða­manna­staður­inn í Reykja­vík. Bygging Hall­gríms­kirkju hófst árið 1945 og lauk 1986, en 26. októ­ber það ár var kirkjan vígð. Húsa­meist­ari ríkis­ins, Guð­jón Samúels­son (1887-1950) arki­tekt teikn­aði kirkj­una. Hann not­aði ís­lenskar fyrir­myndir og ís­lenskt efni. Hall­gríms­kirkja minnir á stuðla­berg, ís­lensk fjöll og jökla. Kon­sert­orgelið í Hall­gríms­kirkju var vígt 1992 og smíð­að af Jo­hannes Klais orgel­smiðj­unni í Bonn í Þýska­landi. Kven­fél­ag Hall­gríms­kirkju hefur stutt kirkjuna í hví­vetna frá upp­hafi. List­vina­félag Hall­gríms­kirkju var stofnað 1982 og stendur fyrir blóm­legu lista­lífi með tón­leik­um, list­sýning­um og um­ræð­um um kirkju­list í kirkjunni. Kirkju­lista­há­tíð er haldin ann­að hvert ár og tón­leika­röðin Al­þjóð­legt orgel­sumar er haldin árlega.

Address:

Hallgrímstorg 1
101 Reykjavík
510-1000

hallgrimskirkja@hallgrimskirkja.is

hallgrimskirkja.is

Social Media:

Facebook

You Recently Viewed ...

The Jón Sigurdsson Museum

Safn Jóns Sigurðssonar

Strandarkirkja

Strandarkirkja

The Cathredal at Hólar

Hóladómkirkja

Skálholt Cathredal, The - Skálholtskirkja

Skálholtskirkja

The Old Farmhouse Laufás

Gamli bærinn Laufási