HANNESARAHOLT er falinn gimsteinn í hjarta Reykjavíkur. Síðasta heimili Hannesar Hafstein skálds og fyrsta ráðherra Íslands. Húsið telur fjórar hæðir og var meðal fyrstu steinsteyptu húsanna í Reykjavík, byggt árið 1915. Eftir gagngerar endurbætur hafa núverandi eigendur opnað húsið almenningi.
- Saga: Stutt heimildarmynd um Hannes Hafstein og uppvaxtarár borgarinnar. Einnig býður Hannesarholt sögulegar gönguferðir um hjarta Reykjavíkur á íslensku og erlendum tungumálum. Framangreint má bóka samkvæmt samkomulagi.
- Menning: Í Hannesarholti má njóta fjölbreytilegra list- og menningarviðburða allt árið um kring. www.hannesarholt.is
- Matur: Á fyrstu hæð hússins er kaffihús og veitingastaður. Kaffi, heimabakaðar kökur og meðlæti, brunch, hádegismatur og veislumatur skv.pöntun.
- Fundir, ráðstefnur og veislur: Vel búin fundarherbergi fyrir 2-50 manna fundi og ráðstefnur. Lausnir fyrir ýmiskonar samkomur.
Heimilisfang:
Grundarstígur 10,
101 Reykjavík
+354 511 1904
Samfélagsmiðlar: