Í elsta húsi Hríseyjar er vísir að sýningu um hákarlaveiðar í Eyjafirði fyrr á öldum og þar eru einnig sýndir ýmsir aðrir munir sem tengjast eyjunni. Húsið var byggt á árunum 1885-86 af Jörundi Jónssyni, eða Hákarla-Jörundi. Í smíðina notaði Jörundur timbur úr norskum skipum sem fórust við Hrísey 11. september 1884. Húsið hefur verið gert upp og fært í upprunalegt útlit. Upplýsingamiðstöð ferðamanna er í húsinu og vinsælar útsýnisferðir um eyjuna á dráttarvél enda við hús Hákarla-Jörundar.
Samfélagsmiðlar: