Kvennaskólinn in Blönduós
Byggðasöfn Listasöfn / Gallerí Norðurland Sérfræði- og atvinnuvegasöfn

Kvennaskólinn á Blönduósi

Í Kvenna­skól­an­um starf­ar Þekk­ing­ar­­setrið á Blöndu­ósi, mið­stöð rann­sókn­ar- og þró­un­ar­verk­efn­is á sviði strand­menn­ing­ar, lax­fiska og text­íls. Þar er fjar­náms- og fund­ar­að­staða, einn­ig er þar starf­rækt al­þjóð­leg textíl­lista­mið­stöð á veg­um Textíl­seturs Ís­lands.

Minjastofa Kvennaskólans á Blönduósi
Minja­stofa Kvenna­skól­ans var sett upp af Vin­um Kvenna­skól­ans. Til­gang­ur­inn er að varð­veita muni og sögu Kvenna­skól­ans á Blöndu­ósi sem starfaði á árunum 1879–1978. Um 3.500 stúlk­­ur stund­uðu nám við skól­ann. Bað­stof­an hefur ver­ið varð­veitt í sinni upp­runa­legu mynd, sem og hluti af heima­vist­inni og vefn­aðar­loft­ið. Í Elínar­stofu eru munir Elín­ar Briem sem var for­stöðu­kona skól­ans á fyrstu ár­um hans. Boðið er upp á leið­sögn um húsið og sýningarnar.

Vatnsdæla á Refli – Textílsetur Íslands
Verk­efnið Vatns­dæla á refli er hugar­smíð Jóhönnu E. Pálma­dóttur, en þar er verið að sauma Vatns­dæla­sögu í refil sem verður að verki loknu 46 metra langur. Saumað er með hinum forna refil­saumi og geta allir tekið þátt í verk­efninu. Byrjað var á reflinum árið 2011 og voru teikningar unnar af nemendum Lista­há­skóla Ís­­lands undir stjórn Krist­ínar Rögnu Gunnars­dóttur. Þátt­takendur fá kennslu í refil­saumi, kynningu á sög­unni, verk­efninu og fá nafn sitt ritað í bók. Hægt er að fylgjast með á: facebook/refillinn.

Address:
Árbraut 31,
540 Blönduós
452-4030

tsb.is

Tölvupóstur

Social Media:

You Recently Viewed ...

Steinshús

Norðurslóð

Snjáfjallasetur

library of water

Vatnasafn

norwegian house

Norska húsið