Í hinum fagra bæ Borgarnesi er Landnámssetur Íslands til húsa, mitt í sögusviði Egilssögu einnar helstu landnámssögu Íslendingasagna.
Í setrinu eru tvær sýningar. Í þeim er landnámssagan rakin og söguþráður Egilssögu. Gesturinn er leiddur áfram með hljóðleiðsögn sem hægt er að fá á 15 tungumálum auk leiðsagnar á íslensku sem sérstaklega er sniðin fyrir börn frá allt að fjögurra ára aldri. Sýningarnar eru um margt ólíkar en eiga það sameiginlegt að vera einstaklega skemmtileg viðbót við frásögnina í hljóðleiðsögninni.
Í Landnámssýningunni er notast við sjónvarpsskjái, gagnvirk kort og hægt er að stíga í stefni á víkingaskipi sem hreyfist.
Egilssýningin er með allt öðru sniði. Sýningarrými er í niðurgröfnum steinkjallara gamla pakkhússins og framsetning er öll dulúðug og draugaleg, myndirnar sem eru gerðar í tré eru eftir marga mismunandi listamenn.
Nú gefst gestum einnig kostur á að njóta þessa merka þjóðararfs á þeim stöðum á landinu þar sem atburðirnir gerðust. Eftir að hafa skoðað sýningarnar um landnámið og Egilssögu er gestum boðið endurgjaldslaust að hlaða niður í snjallsíma sína lifandi leiðsögn um sögusvið Egilssögu, frá Landnámssetrinu að Borg á Mýrum. Tilvalinn kostur fyrir ferðalanga, á eigin vegum, að njóta þess besta sem góður leiðsögumaður hefur uppá að bjóða.
Í Landnámssetrinu er einnig rómaður veitingastaður með úrvali af gómsætum réttum, kaffidrykkjum og girnilegum kökum að ógleymdu hollustu hádegishlaðborðinu sem er á boðstólum alla daga frá kl. 12 – 15.
Í setrinu eru tvær sýningar. Í þeim er landnámssagan rakin og söguþráður Egilssögu. Gesturinn er leiddur áfram með hljóðleiðsögn sem hægt er að fá á 15 tungumálum auk leiðsagnar á íslensku sem sérstaklega er sniðin fyrir börn frá allt að fjögurra ára aldri. Sýningarnar eru um margt ólíkar en eiga það sameiginlegt að vera einstaklega skemmtileg viðbót við frásögnina í hljóðleiðsögninni.
Í Landnámssýningunni er notast við sjónvarpsskjái, gagnvirk kort og hægt er að stíga í stefni á víkingaskipi sem hreyfist.
Egilssýningin er með allt öðru sniði. Sýningarrými er í niðurgröfnum steinkjallara gamla pakkhússins og framsetning er öll dulúðug og draugaleg, myndirnar sem eru gerðar í tré eru eftir marga mismunandi listamenn.
Nú gefst gestum einnig kostur á að njóta þessa merka þjóðararfs á þeim stöðum á landinu þar sem atburðirnir gerðust. Eftir að hafa skoðað sýningarnar um landnámið og Egilssögu er gestum boðið endurgjaldslaust að hlaða niður í snjallsíma sína lifandi leiðsögn um sögusvið Egilssögu, frá Landnámssetrinu að Borg á Mýrum. Tilvalinn kostur fyrir ferðalanga, á eigin vegum, að njóta þess besta sem góður leiðsögumaður hefur uppá að bjóða.
Í Landnámssetrinu er einnig rómaður veitingastaður með úrvali af gómsætum réttum, kaffidrykkjum og girnilegum kökum að ógleymdu hollustu hádegishlaðborðinu sem er á boðstólum alla daga frá kl. 12 – 15.
Samfélagsmiðlar: