Listasafn Sigurjóns Ólafssonar hýsir höggmyndir Sigurjóns Ólafssonar (1908–1982) ásamt heimildum um listamanninn og er miðstöð rannsókna á list hans. Safnið var stofnað að listamanninum látnum á heimili hans og vinnustofu og opnað almenningi 1988. Auk þess að kynna list Sigurjóns eru haldnar sýningar á verkum annarra listamanna og yfir sumartímann hafa vikulegir tónleikar í safninu skipað sér fastan sess í menningarlífi Reykjavíkurborgar.