The Culture Houses of Kópavogur
Bókasöfn Listasöfn / Gallerí Nátturugripasöfn Reykjavik

Menningarhúsin í Kópavogi

Saman mynda Gerðar­safn, Náttúrufræði­stofa Kópa­vogs, Bóka­safn Kópa­vogs og tón­leika­húsið Salur­inn – Menningar­húsin í Kópa­vogi sem staðsett eru í hjarta bæjarins.

Gerðar­safn er framsækið nútíma- og sam­tíma­lista­safn. Sýningar endur­spegla það sem efst er á baugi hjá íslenskum og er­lendum lista­mönnum auk safn­eignar en safnið er eina lista­safn landsins sem stofnað er til heiðurs lista­konu, mynd­höggvara­num Gerði Helga­dóttur (1928-1975).

Á sýningu Náttúru­fræði­stofu er lögð áhersla á jarð­fræði og dýra­líf Íslands svo sem refi, fiska, fugla og lin­dýr. Auk þess er til sýnis hið fá­gæta fyrir­bæri kúlu­skítur.

Bóka­safn Kópa­vogs býður uppá mikið úr­val bóka og tíma­rita auk þess sem lestrar­að­staða safnsins er hin huggu­leg­asta. Í Saln­um eru haldnir tón­leikar af öllu tagi og á svæð­inu er veit­inga­staðurinn Garð­skál­inn sem býður uppá róm­aðar veit­ingar á 1. hæð Gerðar­safns.

Heimilisfang:

Hamraborg 4-6
200 Kópavogur

Símanúmer:
Bókasafn: 441-6800
Gerðarsafn: 441 7600
Náttúrufræðistofa: 441 7200
Salurinn: 441 7500

Netföng:
Bókasafn: bokasafn@kopavogur.is
Gerðarsafn: gerdarsafn@kopavogur.is
Náttúrufræðistofa: natkop@natkop.is
Salurinnsalurinn@salurinn.is

Vefföng:
Bókasafn: bokasafnkopavogs.is
Gerðarsafn: gerdarsafn.is
Náttúrufræðistofa: natkop.is
Salurinnsalurinn.is

 

 

You Recently Viewed ...

Steinshús

Norðurslóð

library of water

Vatnasafn

volcano

Eldfjallasafnið í Stykkishólmi

Borgarfjörður Museum

Safnahús Borgarfjarðar