Náttúrugripasafni Ólafsfjarðar var komið upp árið 1993 og hefur verið bætt við það smám saman síðan. Hér er nánast eingöngu um fuglasafn að ræða og er það mjög fjölbreytilegt og skemmtilega sett upp. Á safninu má einnig sjá ísbjörn sem skotinn var á Grímseyjarsundi, refi í greni, geithafur og fleira. Safnið telur nú um 200 fugla og um 100 tegundir eggja auk ofangreindra muna. Sérlega skemmtilegt safn í stöðugum vexti sem vert er að skoða.
Heimilisfang:
Aðalgata 14,
625 Ólafsfjörður
+354 467-1604
Samfélagsmiðlar: