Bókasöfn Listasöfn / Gallerí Reykjavik

Norræna Húsið

Norræna húsið í Reykja­vík var opn­að 1968 og er menn­ingar­stofn­un sem rek­in er af Norrænu ráð­herra­nefnd­inni. Mark­mið Norræna húss­ins er að styrkja menn­ing­ar­tengsl milli Íslands og hinna Norður­land­anna. Norræna húsið er bæði bak­hjarl og þátt­takandi í helstu menn­ing­ar­við­burð­um Ís­lands s.s. Kvik­mynda­há­tíð í Reykja­vík, Bók­mennta­há­tíð Reykja­vík­ur, Ice­land Air­wav­es og Lista­há­tíð í Reykja­vík. Í Norræna hús­inu er að finna ein­stakt bóka­safn, með bók­mennt­um á norræn­um tungu­mál­um, versl­un með norræna hönn­un, sýning­ar­sali og tón­leika/­kvik­mynda­sal. Norræna hús­ið er hann­að af finnska arki­tektin­um Al­var Aalto (1898-1976). Hús­ið ber mörg höf­und­ar­ein­kenni Aaltos. Þau sjást einna best í bláu flís­un­um á þaki húss­ins, í hvelf­ingu bóka­safns­ins og mik­illi notk­un á hvít­um lit í bygg­ing­unni. Lang­flest hús­gögn Norræna húss­ins og inn­rétt­ingar eru einn­ig hönn­un meist­ara Aalto sem gerir húsið ein­stakt á heims­vísu.

Veit­inga­stað­ur­inn AALTO Bistro í Norræna hús­inu hefur unn­ið sér ein­stakt orð­spor fyrir mat­reiðslu í há­um gæða­flokki og ómót­stæði­legt út­sýni yfir mið­borg­ina. Í há­deg­inu er boð­ið upp á ýmsa rétti dags­ins. Þar er að finna jafnt ómót­stæði­lega fiskr­étti, súp­ur, bök­ur og smá­rétti, sem og græn­metis- og veg­an­rétti.

Heimilisfang:

Sturlugata 5
101 Reykjavík
551-7030

Tölvupóstur

Vefsíða

Samfélagsmiðlar:

Facebook

Instagram

Twitter

You Recently Viewed ...

Steinshús

Borgarfjörður Museum

Safnahús Borgarfjarðar

freezer in rif

Frystiklefinn

The Saga Center Grundarfjörður

Sögumiðstöðin Grundarfirði

kort

Minja- og handverks­húsið Kört