norwegian house
Byggðasöfn Sérfræði- og atvinnuvegasöfn Vesturland

Norska húsið

Norska húsið var reist árið 1832 af Árna Thorlacius kaupmanni og útgerðarmanni í Stykkishólmi. Norska húsið er nú í eigu Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla. Á miðhæðinni hefur verið sett upp heimili Árna og konu hans Önnu, “Heldra heimili í Stykkishólmi á 19. öld”.  Á jarðhæð eru sýningarsalir og Krambúð þar sem hægt er að fá vandað handverk, listmuni, minjagripi, póstkort, bækur og gamaldags nammi, gamalt leirtau, valda íslenska matvöru og fleiri forvitnilegar vörur. Í risinu er opin safngeymsla þar sem safngestir geta glöggvað sig á hinum miklu viðum sem húsið er byggt úr og upplifað stemmingu liðins tíma á annan hátt en á neðri hæðunum.

Heimilisfang:

Hafnargata 5
340 Stykkishólmur
433-8114

info@norskahusid.is

You Recently Viewed ...

Steinshús

Norðurslóð

Snjáfjallasetur

library of water

Vatnasafn

volcano

Eldfjallasafnið í Stykkishólmi