Listasöfn / Gallerí Reykjavik

Nýlistasafnið

Ný­lista­safnið var stofn­að árið 1978 af hópi 27 mynd­listar­manna en kjarni þeirra hafði áður starfað inn­an SÚM hóps­ins. Ný­lista­safnið, sem í dag­legu tali er kallað Nýló, er þekkt fyrir að vera eitt af elstu lista­manna­reknu söfn­um og sýninga­rýmum í Ev­rópu. Ný­lista­safnið hefur verið mikil­vægur vett­vangur upp­á­koma, um­ræðna og gjörn­inga og mið­stöð nýrra strauma og til­rauna í mynd­list á Íslandi. Ár hvert stendur Ný­lista­safnið fyrir öflugri sýninga­dag­skrá ís­lenskra og er­lendra lista­manna og hafa margar sýning­ar í safninu mark­að tíma­mót í ís­lenskri lista­sögu síðast­lið­inn 40 ár. Auk þess varð­veitir safnið lykil­verk ís­lenskrar lista­sögu frá 1965, á stærsta safn bók­verka hér á landi og safnar heimild­um um lista­manna­rekin rými og gjörninga­list.

Árið 2010 hlaut Ný­lista­safnið ís­lensku safna­verð­launin sem veitt eru annað hvert ár til safns sem þykir skara fram úr með starf­semi sinni.

Heimilisfang:

Grandagarður 20
101 Reykjavík
551-4350

nylo@nylo.is

nylo.is

Samfélagsmiðlar:

Facebook

Twitter

Instagram

You Recently Viewed ...

Steinshús

freezer in rif

Frystiklefinn

kort

Minja- og handverks­húsið Kört

Listasafn-Samuels_b-compressor

Listasafn Samúels í Selárdal

Múlastofa

Múlastofa