pakkhus folk museum
Byggðasöfn Sérfræði- og atvinnuvegasöfn Vesturland

Pakkhúsið í Ólafsvík

Pakkhúsið í Ólafsvík, er eitt fárra verslunarhúsa frá 19. öld sem enn stendur.  Það var byggt árið 1844 og var friðað þann 31. ágúst 1970 af þáverandi menntamálaráðherra.  Pakkhúsið er minnisvarði um liðna tíð og sögu bæjarins.  Á miðhæð og í risi er úrval af safninu til sýnis en á fyrstu hæð eru ýmsar sýningar, krambúð og upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn

  Krambúðin: Í krambúðinni í Pakkhúsinu er leitast við að skapa andrúmsloft liðinna alda.  Þar fæst meðal annars brjóstsykur í kramarhúsi og góðgæti af ýmsu tagi.  Í krambúðinni er einnig úrval íslensks handverks og fágætir listmunir frá listamönnum jafnt úr byggðarlaginu sem víðar að af landinu.

 Byggðasafnið: Á annarri og þriðju hæð hússins er byggðasafn Snæfellsbæjar.  Þar má meðal annars upplifa íslenskt alþýðuheimili 19. aldar og skyggnast inn í undraverða atvinnu- og lifnaðarhætti sjómanna fyrr á öldum. Á þriðju hæð safnsins er sýning sem kallast “Pakkhúslofið”.

 

Heimilisfang:

12 Ólafsbraut
Ólafsvík
433-6929

pakkhus@snb.is

snb.is

Samfélagsmiðlar:

Facebook.com/Pakkhus

You Recently Viewed ...

Steinshús

Norðurslóð

Snjáfjallasetur

library of water

Vatnasafn

norwegian house

Norska húsið