Garðar og athyglisverðir staðir Nátturugripasöfn Suðurland

Raufar­hóls­hellir

Raufarhólshellir

Raufarhólshellir er einn þekktasti hraunhellir á landinu og er jafnframt sá lengsti utan Hallmundarhrauns. Hellirinn er staðsettur í þrengslunum á milli Reykjavíkur og Þorlákshafnar og er því einstaklega aðgengilegur fyrir ferðamenn á höfuðborgarsvæðinu að skoða. 

Hellirinn er samtals 1.360 metra langur, 10 til 30 metra breiður og hátt til lofts nánast allstaðar inn í hellinum eða um 8-10 metra að jafnaði. Skoðunarferðir hefjast í júní 2017 og eru farnar á klukkutíma fresti og er miðað við að hver ferð taki um 50 mínútur.

Hópnum er safnað saman af leiðsögumanni í aðstöðuhúsi og gengið á pöllum/stígum tæpa 400 metra inn í hellinn.  Smekkleg lýsing fylgir hópnum á leiðinni inn í hellinn. Leiðsögumaður ræðir sögu hellisins, jarðfræði hans, tenging við Hollywood og ýmislegt annað honum tengt

Innst inni mun leiðsögumaðurinn slökkva öll ljós með sérstakri fjarstýringu þar sem gestir fá að upplifa algjört myrkur og hlusta á „hellahljóð“. Þar er farið sérstaklega yfir einstakar jarðfræðimyndanir þar sem einstök lýsing lýsir upp einkenni í berginu sem um ræðir. 

Gengið til baka og komið við í litlum hliðarhelli þar sem m.a. má sjá dropastrá og þar boðið upp á eitthvað óvænt.

Einnig er boðið upp á sérstakar ævintýraferðir um hellinn þar sem farið er alla leið inn í botn á hellinum og leyndardómar hans afhjúpaðir.  Slík ferð kostar kr. 19.900 og innifalið er  far til og frá Reykjavík.

Heimilisfang:

Þorlákshafnarvegi
840 Þorlákshöfn
760-1000

info@thelavatunnel.is

thelavatunnel.is

Samfélagsmiðlar:

 

You Recently Viewed ...

Norðurslóð

library of water

Vatnasafn

volcano

Eldfjallasafnið í Stykkishólmi

local storytellers of arnastapi

Sagnaseiður á Snæfellsnesi

bolungarvik

Náttúrugripasafn Bolungarvíkur