Starfsemi Skaftfells er tileinkuð samtímamyndlist á alþjóðavísu. Í Skaftfelli er öflugt sýningahald, gestavinnustofa fyrir listamenn og fjölþætt fræðslustarf. Á jarðhæð er veitingastofa þar sem boðið er upp á kaffi, öl og mat, ásamt þráðlausu neti og listbókasafni. Skaftfell hlaut Eyrarrósina árið 2013 fyrir framúrskarandi menningarstarf á landsbyggðinni.