The Saga Center Grundarfjörður
Bókasöfn Byggðasöfn Sérfræði- og atvinnuvegasöfn Vesturland

Sögumiðstöðin Grundarfirði

Sögumiðstöðin Grundarfirði

Innan dyra Sögumiðstöðvarinnar er bókasafn bæjarins,  Upplýsingamiðstöð Grundarfjarðar, Bæringsstofa og  lítið sögusafn Sögumiðstöðvarinnar þar sem skoða  má leikfangasafnið Þórðarbúð og bátinn Brönu sem stendur  við fiskhjallinn með veiðarfæri og smíðaáhöld innan seilingar.

 Bókasafn Grundarfjarðar fluttist í Sögumiðstöðina haustið 2013.  Þjónusta starfsfóks á bókasafni og upplýsingamiðstöð er  gagnkvæm og starfsfólk á Kaffi Emil er til taks ef þörf krefur.

 Bæringsstofa er ljósmyndasafn Bærings Cecilssonar (1923-2002).  Í Vestursal og Bæringsstofu er aðstaða fyrir námskeið og fyrirlestra  og þar er samkomustaður klúbba og félaga í samfélaginu.

 Upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn er rekin í Sögumiðstöðinni með  aðgang að tölvu og þráðlausu Interneti / WiFi.

 Góð fundaraðstaða er í Sögumiðstöðinni og er hún í boði allt árið  samkvæmt samkomulagi. Félög og gestir geta fengið afnot af  aðstöðunni í Sögumiðstöðinni og eiga Vinahúsið og Félag eldri  borgara fastan tíma í hverri viku á veturna.

Sýningar Sögumiðstöðvarinnar eru opnar á opnunartíma  bókasafnsins, upplýsingamiðstöðvarinnar og kaffihússins og er frítt inn.  Einnig er hægt að setjast inn á Bæringsstofu, ljósmyndasafnið, og  skoða þar sýningu af gömlum myndum úr byggðarlaginu.​

Kaffihús hefur verið rekið á sumrin, kennt við Emil Magnússon  fyrrum kaupmann en hann byggði húsið sem Sögumiðstöðin er í  þar sem hann rak Verslunina Grund, fyrst með sjoppu og bensínsölu  og síðar matvöruverslun og blómabúð.

Heimilisfang:

Grundargata 35
350 Grundarfjörður
438-1881

grundarfjordur@grundarfjordur.is

grundarfjordur.is

Samfélagsmiðlar:

You Recently Viewed ...

Steinshús

Norðurslóð

Snjáfjallasetur

library of water

Vatnasafn

norwegian house

Norska húsið