Byggðasöfn Listasöfn / Gallerí Sérfræði- og atvinnuvegasöfn Vestfirðir

Steinshús

Skáldið Steinn Steinarr hefur verið tal­inn helsta skáld módern­ismans hér á landi. Á sýningu sem opn­uð var í Steins­húsi í næsta ná­grenni við Naut­eyri (4 km frá vega­mótum við Stein­gríms­fjarðar­heiði) árið 2015 er fjallað um helstu ævi­atriði Steins Steinarrs – upp­runa skálds­ins við Djúp, hreppa­flutninga í Saur­bæ, fyrstu kynni af skáld­skap hjá Stefáni frá Hvíta­dal, nám þar hjá Jóhannesi úr Kötlum, fyrstu skáld­skapar­til­raunir, náms­dvöl að Núpi, lausa­mennsku í vinnu, út­gáfur ljóða, upp­haf­lega gerð Tím­ans og vatns­ins, kynni Steins og Ást­hildar Björns­dóttur, ferða­lög Steins, áhrif hans á ung­skáld, síð­ustu ár hans og ýmislegt fleira. Sýningin er bæði á ís­lensku og ensku.

Í Steins­húsi er opin veitinga­stofa í þrjá mán­uði yfir sumar­tím­ann. Á mat­seðl­inum er kjöt­súpa, gæða­kaffi, heitt súkku­laði, heima­bakað brauð, kökur og vöfflur. Hægt er að kaupa sultur, hand­verk, sápur og krem úr hér­aði á staðnum. Þráð­laust net, WiFi er í boði. Nánari upp­lýsingar í síma 898 9300 eða á vefnum steinnsteinarr.is.

.

Heimilisfang:

Steinshús – Nauteyri,

512 Hólmavík

sími: 822 1508

Vefsíða

Samfélagsmiðlar:

You Recently Viewed ...

Norðurslóð

Snjáfjallasetur

library of water

Vatnasafn

norwegian house

Norska húsið

Eiríksstaðir í Haukadal