Strandarkirkja
Kirkjur Suðurland

Strandarkirkja

Margir leggja leið sína í Strandarkirkju, bæði Íslendingar og erlendir ferðamenn. Kirkjan er opin alla daga á sumrin og á vorin og haustin er hún opin um helgar. Einnig er hún höfð opin um helgar á veturna ef óskað er. Þá tekur staðarhaldari á móti fólki og leiðbeinir því um sögu og nútíð kirkjunnar.

Messað er i kirkjunni um jól og páska, að hausti, um miðja vetrar­vertíð og á hálfs mán­aðar fresti frá miðjum maí og út ágúst, alls um tíu messur á ári. Kirkjukór Þor­láks­kirkju annast söng og organisti er Miklós Dalmay.
Hægt er að panta fyrir­lestur um sögu kirkj­unnar og byggð í Sel­vogi hjá sóknar­presti Baldri Kristjáns­syni í síma 898 0971 og í raf­pósti bk@baldur.is. For­maður sóknar­nefndar er Guð­rún Tómas­dóttir og staðar­haldari er Guð­mund­ur Örn Hansson, gsm. 892-7954.

Áheitareikningur Strandarkirkju er: 0150-05-60764, kennitala 630269-6879.

Heimilisfang:

Selvogur,
815 Þorlákshöfn,
483 3797

bk@baldur.is
kirkjan.is/strandarkirkja

Samfélagsmiðlar:

You Recently Viewed ...

The Jón Sigurdsson Museum

Safn Jóns Sigurðssonar

Raufar­hóls­hellir

Lava

Skógasafn

The Saga Centre

Sögusetrið