Skógasafn varðveitir og sýnir menningararf Rangæinga og Vestur-Skaftfellinga í atvinnutækjum til lands og sjávar, í listiðn, gömlum húsakosti, bókum, handritum og skjölum, allt frá landnámsöld til samtímans.
Samgöngusafnið miðlar sögu samgangna á Íslandi á 19. og 20. öld. Þar má finna ferðabúnað, fornbíla, vegagerðartæki og margt fleira.
Einnig er saga póstþjónustu, ...