Glæsileg og nútímaleg sýning um Heklu, eitt frægasta eldfjall heims. Sýningin gerir á áhrifaríkan hátt grein fyrir ógnarafli þess og sambúð fjalls og þjóðar um aldir. Sérstök áhersla er lögð á áhrif Heklu á mannlíf í næsta nágrenni fjallsins.
Listviðburðir eru reglulega í húsinu og í aðalsal hússins er að finna listaverk unnið úr gosefnum úr Heklu eftir Rögnu Róbertsdóttur. ...