Hvalasafnið á Húsavík hefur frá stofnun þess árið 1997 miðlað fræðslu og upplýsingum um hvali og lífríki þeirra á skemmtilegan, lifandi og áhugaverðan hátt til gesta sinna. Safnið er eitt fárra safna í heiminum sem sérhæfir sig í hvölum. Hvalasafnið hefur til sýningar 11 tilkomumiklar hvalabeinagrindur af mismunandi tegundum, sú stærsta er beinagrind af 25 metra langri steypireyði. ...