Listasöfn / Gallerí Nátturugripasöfn Reykjanes Sérfræði- og atvinnuvegasöfn

Þekkingarsetur Suðurnesja

Ef þú hefur áhuga á íslenskri nátt­úru og dýra­lífi, rann­sókn­um á sviði nátt­úru­fræða og list­um, þá er Þekk­ing­ar­set­ur Suð­ur­nesja stað­ur sem þú þarft að heim­sækja!

Í nátt­úru­salnum er hægt að skoða upp­stopp­uð dýr úr ís­lenskri nátt­úru og sjá lif­andi sjáv­ar­dýr í sjó­búr­um. Gam­an er að flétta fjöru­ferð á Garð­skaga sam­an við heim­sókn í Þekking­ar­setrið, líf­ver­um er þá safn­að í fjör­unni og þær svo skoð­að­ar í víð­sjám í setrinu.

Í sögu­saln­um er hin glæsi­lega sýn­ing Heim­skaut­in heilla sem fjall­ar um líf og störf franska læknis­ins, vís­inda­manns­ins og heim­skauta­far­ans Jean-Baptiste Charcot. Rann­sókna­skip hans, Pourquoi-Pas?, fórst við Íslandsstrendur árið 1936.

Á neðri hæð seturs­ins er að finna lista- og fræðslu­sýn­ing­una Huld­ir heim­ar hafs­ins – ljós þang­álf­anna, fall­ega og fróð­lega sýn­ingu þar sem vís­inda­leg­um fróð­leik um mikil­vægi hafs­ins og hætt­ur sem að því steðja er flétt­að sam­an við ævin­týra­heim þang­álf­anna.

Heim­sókn í Þekk­ing­ar­setur Suð­ur­nesja er til­val­in fyrir fjöl­skyld­ur og fróð­leiks­fúst fólk á öll­um aldri. Taktu þátt í rat­leikn­um okk­ar sem mun leiða þig áfram í spenn­andi ferða­lag um ná­grenni seturs­ins í leit að dýr­um, plönt­um og sögu­fræg­um stöð­um.

Heimilisfang:

Garðskagavegur 1
245 Sandgerði
423-7555

thekkingarsetur@thekkingarsetur.is

thekkingarsetur.is

Social Media:

Facebook

You Recently Viewed ...

Steinshús

Norðurslóð

library of water

Vatnasafn

norwegian house

Norska húsið

volcano

Eldfjallasafnið í Stykkishólmi