Þórbergssetur á Hala í Suðursveit er menningarsetur reist til minningar um Þórberg Þórðarson rithöfund. Í Þórbergssetri eru sýningar helgaðar sögu Suðursveitar og lífi og verkum Þórbergs Þórðarsonar. Í Þórbergssetri er fjölbreytt menningarstarfsemi, safn, minjagripasala og veitingahús. Heimamenn eru ávallt reiðubúnir að ræða við gesti og veita fræðslu og upplýsingar um umhverfi, náttúru og mannlíf. Veitingar eru í boði allan daginn, einnig kvöldmatur ef pantað er með fyrirvara. Heimaafurðir beint frá býli og skemmtileg sveitastemning.
Samfélagsmiðlar: